Sjálfbærniskýrsla Strætó 2022
Mannauður

Lyk­il­töl­ur

Allir sem starfa í þágu Strætó mynda mannauð starfseminnar, hvort heldur sem þeir eru starfsmenn fyrirtækisins sjálfs eða annarra akstursaðila sem aka undir merkjum Strætó. Framtíðarsýn Strætó er að fyrirtækið verði eftirsóknarverður vinnustaður og dýnamískt þekkingarfyrirtæki.

Starfsmannafjöldi

Í desember 2022 var starfsfólk Strætó 260 talsins, þar af 25% konur og 75% karlar. Meðalaldur starfsfólks er 49,3 ár.

Fræðsla

Fræðslustundir árið 2022 í námskeiðum sem krafist var viðveru voru alls 2726 stundir, nokkuð fleiri heldur en árin áður. Alls voru 1169 klukkustundir í endurmenntun atvinnubílstjóra, 1020 klukkustundir í íslenskukennslu og 197 klukkustundir í annarri fræðslu, þar á meðal nýliðafræðslu, skyndihjálp, fræðslu um persónuvernd og upplýsingaöryggi.

Fræðslustundir 2022

Megináherslan eins og áður var á íslenskukennslu og endurmenntun atvinnubílstjóra, en einnig var aukið töluvert við fræðslu hvað varðar upplýsingaöryggi. Byrjað var að senda út stutt myndbönd til starfsmanna um efnið og er stefnt að enn meiri fræðslu til starfsmanna í upplýsingaöryggi á árinu 2023.

Á árinu kláruðu tíu starfsmenn fyrsta stig í íslensku og sjö kláruðu annað stig. Frá árinu 2016 hafa alls 65 starfsmenn lokið fyrsta stigi og 57 hafa lokið bæði fyrsta og öðru stigi í íslensku á vegum fyrirtækisins.

Íslenskukennsla 2022

  • Hafa lokið stigi 1
  • Hafa lokið stigi 2

Fjöldi í íslenskunámi 2016-2022

  • Hafa lokið stigi 1
  • Hafa lokið stigi 2

Starfsmannavelta

Alls voru 48 starfsmenn ráðnir til fyrirtækisins á árinu, inn í þeim fjölda eru einnig sumarráðningar.

Heildarstarfsmannavelta árið 2022 var svipuð og árin á undan, fyrir utan árið 2021 þegar hún var eingöngu 3%, sem má mögulega rekja til áhrifa vegna covid-19 heimsfaraldurs. Starfsmannavelta fyrir árið 2022 var 12%.

Starfsánægja

Strætó leggur áherslu á að skapa starfsfólki jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi, efla starfsfólk og stuðla að virkni og ánægju þess. Allt starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að skapa jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningu þar sem gagnkvæm virðing og starfsánægja er í fyrirrúmi.

Frá árinu 2015 hefur MMR og síðar Maskína framkvæmt árlega vinnustaðagreiningu fyrir Strætó. Þróun starfsánægju hefur verið jákvæð frá upphafi mælinga.

Starfsánægja 2020 - 2022

Meðmælaskor starfsmanna er mælt árlega. Hlutfall þeirra starfsmanna sem mæla með því við aðra að sækja um starf hjá Strætó hefur aukist talsvert á tímabilinu. Það fjölgar í hópi hvetjenda frá síðasta ári og en fjöldi letjenda stendur í stað.

Meðmælaskor (NPS) 2020 - 2022

  • Hvetjendur
  • Hlutlausir
  • Letjendur

Heilsa og velferð

Strætó leggur áherslu á andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks.

Strætó hefur mótað viðverustefnu sem hefur það að markmiði að draga úr fjarvistum vegna veikinda og styðja og hlúa að starfsfólki vegna fjarveru frá vinnu til lengri eða skemmri tíma með markvissum aðgerðum. Þá er áhersla lögð á að samræma verkferla vegna fjarvista, auka velferð og stuðla að vellíðan starfsfólks.

Strætó er í góðu samstarfi við Heilsuvernd sem sinnir meðal annars fjarvistaskráningum og ráðgjöf til starfsmanna í veikindum, trúnaðarlæknaþjónustu og fræðslu. Heilsuvernd framkvæmir árlegar heilsufarsskoðanir og bólusetningar gegn inflúensu fyrir þá starfsmenn sem vilja og eru þær starfsfólki að kostnaðarlausu.

Strætó er heilsueflandi vinnustaður og tók þátt í tilraunaverkefni með Landlæknisembættinu, Virk og Vinnueftirlitinu þar sem 10 fyrirtæki og stofnanir voru valin til þátttöku. Markmið verkefnisins var að styðja vinnustaði í því að vinna markvisst að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan alls starfsfólks. Tilraunaverkefnið hófst í janúar 2020 og lauk á haustmánuðum 2021. Strætó hélt áfram á árinu 2022 að vinna út frá markmiðum verkefnisins og lagði sérstaka áherslu á að minnka streitu og álag í starfsumhverfinu.

Strætó og VÍS eru í góðu samstarfi um fræðslu og forvarnir. Meginmarkmið samstarfsins er að fækka tjónum og slysum. Frá árinu 2021 hefur verið lögð áhersla á að auka fræðslu og forvarnir vegna álags og streitu því þeir þættir geta haft töluverð áhrif á fjölda slysa og tjóna í umferðinni.

Starfsfólk Strætó tekur árlega virkan þátt í heilsueflingarátaki á borð við Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna.


Öryggi og vinnu­vernd

Strætó vill vera til fyrirmyndar í öryggis- og vinnuverndarmálum. Áhersla er lögð á að gæta fyllsta öryggis í allri starfsemi fyrirtækisins með öryggi starfsmanna og viðskiptavina ávallt að leiðarljósi.

Strætó stefnir að því að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða almenningur bíður heilsu- eða líkamstjón í starfsumhverfi Strætó. Því miður náðist þetta markmið ekki á árinu 2022.

ÁrFjöldi tryggingatjónaRétti / ÓréttiUpphæð tryggingatjónaFjöldi annarra tjónaUpphæð annarra tjónaSamtals fjöldi tjónaHeildarkostnaður allra tjóna

2019

85

55/33

26.465

101

25.531

186

51.996

2020

66

37/29

20.880

92

27.230

158

48.111

2021

62

37/25

35.569

86

21.734

148

57.304

2022

79

45/34

26.872

164

44.450

243

71.322

Allar fjárhæðir eru í þús. kr.

Fjöldi og kostnaður aksturstjóna getur verið breytilegur á milli ára og geta ýmsir þættir haft þar áhrif á.

Heildarfjöldi slysa á síðasta ári voru 23 talsins og tilkynnt slys til tryggingafélags voru 2, en þess má geta að Strætó hefur ekki upplýsingar um slys sem tilkynnt eru til annarra tryggingafélaga. Slys sem tilkynnt eru til tryggingafélags teljast þau slys sem sannarlega hafa orðið að trygginga máli og teljast mögulega bótaskyld. Strætó tekur þó á móti tilkynningum og ábendingum um ýmis slys í gegnum ábendingakerfi sitt og fylgir þeim eftir.

 

ÁrHeildarfjöldiFall úr sætiÁreksturÍ og úr vagniHurðaslysAnnaðÞar af til tryggingaf.*

2019

30

5

1

1

7

16

5

2020

11

2

0

0

2

7

2

2021

20

2

0

4

10

4

7

2022

23

4

2

1

12

4

2

*Atvik tilkynnt til tryggingafélags Strætó bs.

Skráð vinnuslys hjá Strætó á árinu 2022 voru 5. Strætó vill lágmarka slys og sporna við slysahættu hvar sem er í starfsemi fyrirtækisins með fræðslu og forvörnum.

ÁrHeildarfjöldi vinnuslysa

2019

11

2020

6

2021

8

2022

5

Hjá Strætó er starfandi öryggisnefnd samkvæmt 6. grein laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Starfsmenn kjósa úr sínum hópi tvo fulltrúa og Strætó tilnefnir tvo fulltrúa. Nefndin hittist reglulega, fer yfir og ræðir aðbúnað, hollustuhætti og aðbúnað innan fyrirtækisins.

Strætó er í góðu samstarfi við VÍS um skráningu atvika, slysa og tjóna. Árið 2020 tók Strætó upp atvikaskráningakerfið ATVIK í boði VÍS. Þar er hægt að senda inn ábendingar um öryggismál, s.s. næstum slys, minni háttar slys, fjarveruslys og ógn (ofbeldi, áreitni og kynferðislega áreitni).


Kjara­mál

Strætó er fyrirtæki sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Kjaramál starfsmanna taka því mið af lögum þeim sem gilda um starfsfólk sveitarfélaga, 57. gr. sveitarstjórnarlaga 2011 nr. 138.

Kjör starfsfólks eru samþykkt í kjarasamningum sem Strætó gerir við Sameyki stéttarfélag og Samiðn, samband iðnfélaga. Þá hefur Strætó gert ráðningarsamninga við fjóra starfsmenn um aðild í öðrum stéttarfélögum en ávallt með vísan í kjarasamning viðkomandi félags við Reykjavíkurborg. Strætó virðir réttindi launafólks og fylgir lögum og reglum sem um þau gilda.

Starfsfólk er ýmist ráðið tímabundið eða fastráðið, allt eftir eðli og umfangi starfa.

Kjarasamningur Strætó bs. og Sameykis 1. apríl 2019 - 30. september 2023

Kjarasamningur Strætó bs. og Sameykis 1. apríl 2019 til 30. september 2023

Fjöl­breyti­leiki og jafn­rétti

Hjá Strætó starfar fólk af 16 mismunandi þjóðernum. Strætó leggur áherslu á fjölbreytileika, að komið sé eins fram við alla og að öllum séu veitt jöfn tækifæri.

Í árlegri vinnustaðagreiningu er lagt mat á frammistöðu Strætó í þessum málaflokki.

Starfsfólk af öllum kynjum í sömu eða sambærilegum störfum hafa jafna möguleika á að takast á við áhugaverð verkefni

  • Mjög sammála
  • Frekar sammála
  • Hvorki né
  • Frekar ósammála
  • Mjög ósammála

Á vinnustaðnum er komið eins fram við erlent og íslenskt starfsfólk

  • Mjög sammála
  • Frekar sammála
  • Hvorki né
  • Frekar ósammála
  • Mjög ósammála

Strætó hefur sett sér jafnréttis- og jafnlaunastefnu. Markmið jafnlaunastefnu er að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í samræmi við jafnréttisstefnu Strætó skal þess gætt við ákvörðun launa og fríðinda að ekki sé mismunað á grundvelli kyns eða annarra ómálefnalegra þátta, samanber lög nr. 150/2020 um jafnan rétt kynjanna og lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Strætó hlaut jafnlaunavottun í október 2019 og endurvottun árið 2022 sem staðfestir að fyrirtækið starfræki jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi- Kröfur og leiðbeiningar. Samkvæmt kröfum staðalsins framkvæmir Strætó reglulega launagreiningar. Árið 2022 var launamunur grunnlauna karla og kvenna 0,4 % þar sem hallar á konur, þ.e. karlarnir voru  hærri.

Strætó leggur áherslu á að koma til móts við óskir og þarfir starfsfólks til töku fæðingarorlofs. Árið 2022 fóru alls 9 starfsmenn í fæðingarorlof, 9 karlar og 0 konur.


Per­sónu­vernd

Strætó leggur ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar einstaklinga og virða réttindi þeirra samkvæmt persónuverndarlögum.

Þess er gætt að öll vinnsla persónuupplýsinga fari fram með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti og að skyldur Strætó sem ábyrgðaraðila persónuupplýsinga séu virtar í hvívetna. Árið 2022 var vinnsluskrá persónuverndar Strætó tilbúin og verður hér eftir uppfærð með reglubundnum hætti.


Upp­lýs­inga­ör­yggi

Strætó leggur áherslu á mikilvægi öryggis í meðferð og vinnslu upplýsinga.

Stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Strætó byggir á ISO 27001 og lögum um persónuvernd. Jafnframt er Strætó með upplýsingaöryggisstefnu sem er aðgengileg á heimasíðu.